U19 li­i­ ß lei­ til Noregs

Landslið Íslands í badminton skipað leikmönnum í aldursflokknum U19 heldur til Sandefjord í Noregi í dag. U19 liðið leikur vináttulandsleik við Norðmenn á morgun fimmtudag og tekur síðan þátt í opnu unglingamót, Sandefjord Ranking á föstudag, laugardag og sunnudag.

Í U19 landsliðinu eru Heiðar B. Sigurjónsson, BH, Kristján Huldar Aðalsteinsson, ÍA, Pétur Hemmingsen, TBR, Ragnar Harðarson, ÍA, Róbert Þór Henn, ÍA, Sindri Jarlsson, UMFA, Una Harðardóttir, ÍA. Smellið hér til að skoða mynd af liðinu ásamt Árna Þór Hallgrímssyni landsliðsþjálfara sem tekin var á æfingu um síðustu helgi.

Búið er að draga í mótið, Sandefjord Ranking, en hægt er að skoða niðurröðun með því að smella hér eða fara inná heimasíðu Sandefjord Badmintonklub. Leikið er í þriggja til fjögurra manna riðlum í einliðaleik en efstu tveir í hverjum riðli komast áfram í útsláttarkeppni. Í tvíliða- og tvenndarleik er spiluð hrein útsláttarkeppni. Auk Íslendinganna taka leikmenn frá Írlandi þátt í mótinu og leikmenn frá 26 norskum félögum.

Skrifa­ 16. jan˙ar, 2008
ALS