Alda Karen keppti í Noregi

Alda Karen Jónsdóttir tók þátt í Alþjóðlega norska mótinu sem er nú í gangi.

Alda keppti í einliðaleik gegn Katarina Galenic frá Króatíu. Alda tapaði 13-21 og 12-21 en Galenic var raðað númer sjö inn í einliðaleik kvenna.

Sara Högnadóttir vann Galenic í forkeppni EM landsliða sem var haldin á Íslandi um síðustu helgi 21-15 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega norska mótinu.

Skrifað 14. nóvember, 2014
mg