Lee Chong Wei í tímabundið keppnisbann vegna gruns um brot á lyfjareglum

Malasíski leikmaðurinn Lee Chong Wei hefur verið settur í leikbann af Alþjóða badmintonsambandinu (BWF) vegna gruns um brot á lyfjareglum sambandsins.

Þessi afburða leikmaður, sem trónir á toppi heimslistans í einliðaleik, var tekinn í lyfjapróf á heimsmeistaramótinu í Kaupmannahöfn í ágúst. Málið verður tekið fyrir en yfirmaður lyfjaeftirlits BWF mun ákveða dagsetningu, tímasetningu og staðsetningu fyrirtökunnar. Í kjölfarið verður úrskurðað endanlega hvort Lee Chong Wei hafi brotið lyfjareglurnar.

Tímabundið leikbann þýðir fyrir Lee að hann getur ekki tekið þátt í neinum keppnum í badminton fyrr en úrskurðað hefur verið í hans máli.

BWF mun ekki aðhæfast meira í þessu máli fyrr en niðurstaða lyfjaeftirlitsins tekur ákvörðun.

Smellið hér til að lesa meira um málið.

Skrifað 11. nóvember, 2014
mg