Spánverjar sigurvegarar riđilsins

Lið Spánar sigraði lið Króatíu í fimmta riðli undankeppni Evrópumótsins í badminton í TBR húsinu í morgun. Spánverjar unnu alla leikina sína í riðlinum og eru því búnir að tryggja sér þátttöku á Evrópumótinu sem fram fer í Belgíu í febrúar.
 
Spánn sigraði Króatíu 4-1 en tvenndarleikurinn var eini leikurinn sem Króatarnir unnu. Þeir voru þó nálægt sigri í tvíliðaleik kvenna og hefðu á góðum degi einnig getað tekið tvíliðaleik karla. Smellið hér til að skoða nánari úrslit.
 
Síðasti leikur riðilsins hefst kl.13 en þá mætir íslenska landsliðið því tyrkneska. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og SportTV.is

Skrifađ 9. nóvember, 2014
ALS