Tyrkir sigru­u Krˇata

Önnur umferð í fimmta riðli undankeppni Evrópumótsins í badminton fer fram í TBR húsinu í dag. Í fyrri viðureign dagsins mættust Tyrkir og Króatar þar sem Tyrkirnir sigruðu 3-2. Seinni viðureign dagsins hefst klukkan 15 og þá mætast lið Íslands og Spánar.
 
Tyrkirnir tryggðu sér sigurinn gegn Króötum strax í fyrstu þremur leikjunum þegar þeir unnu einliðaleik kvenna, einliðaleik karla og tvíliðaleik kvenna. Síðustu tvo leikina, tvíliðaleik karla og tvenndarleik, sigruðu hinsvegar Króatarnir.
 
Smellið hér til að skoða nánari úrslit viðureignar Tyrklands og Króatíu.

Skrifa­ 8. nˇvember, 2014
ALS