Sara sigra­i eina leik ═slands

Íslendingar mættu í kvöld Króötum í 5.riðli undankeppni Evrópumótsins í badminton sem fram fer í TBR húsunum um helgina. Sara Högnadóttir sigraði eina leik Íslands í viðureigninni sem fór 4-1 Króötum í vil.
 
Tvenndarleikinn léku þau Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir fyrir Íslands hönd. Atli og Snjólaug náðu sér ekki á strik í fyrstu lotunni og töpuðu 21-10. Önnur lotan var hinsvegar mun jafnari og voru Atli og Snjólaug nálægt því að knýja fram oddalotu en töpuðu engu að síður naumlega 21-19.
 
Í einliðaleik karla mætti Kári Gunnarsson Zvonimir Durkinajak. Kári spilaði á köflum mjög vel en þó hafði Króatinn alltaf yfirhöndina og sigraði að lokum 21-16 og 21-17.
 
Sara Högnadóttir lék gegn Katarina Galenic í einliðaleik kvenna. Sara byrjaði leikinn vel og hélt forystu nær allan tímann og sigraði glæsilega 21-15 og 21-18.
 
Þeir Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson náðu sér aldrei á strik í leiknum gegn Zvonimir Drukinjak og Zvonimir Holbling í tvíliðaleik karla. Króatarnir, sem eru númer 84 á heimslistanum, sigruðu örugglega 21-11 og 21-13.
 
Síðasti leikurinn í viðureign Íslands og Króatíu var tvíliðaleikur kvenna. Þrátt fyrir að ljóst væri að Ísland væri búið að tapa börðust þær Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir vel gegn andstæðingum sínum þeim Maja Pavlinic og Stasa Poznanovic. Fyrsta lotan fór 21-15 fyrir Króatana en í annarri lotu voru þær íslensku sterkari og höfðu nauma forystu nær allan tímann. Að lokum fór svo að Króatarnir sigruðu eftir framlengingu 24-22.
 
Smellið hér til að skoða úrslit viðureignar Króatíu og Íslands nánar.
 
Á morgun laugardag mætir íslenska liðið Spánverjum sem eins og áður hefur komið fram eru með heimsmeistarann í einliðaleik kvenna í sínu liði og því ljóst að við ramman reip verður að draga. Viðureignin hefst kl.15 en kl.10 mætast Tyrkir og Króatar. 
Skrifa­ 7. nˇvember, 2014
ALS