Dominos áfram aðalstyrktaraðili Badmintonsambandsins

Undirritaður hefur verið áframhaldandi samstarfssamningur milli Dominos og Badmintonsambandsins. Dominos verður áfram aðalstyrktaraðili Badmintonsambands Íslands næsta árið og munu báðar mótaraðir BSÍ, fullorðins- og unglingamótaraðirnar, bera nafn Dominos.

 

Egill markaðsstjóri Dominos og Margrét framkvæmdastjóri BSÍ

 

Nýir landsliðsbúningar badmintonfólks munu skarta merki Dominos á næsta keppnistímabili en landsliðið mun keppa í nýjum búningum í forkeppni EM sem hefst eftir viku.

 

Badmintonsamband Íslands fagnar þessum samningi og vonar að samstarfið við Dominos verði langt og farsælt.

Skrifað 31. oktober, 2014
mg