Aabenraa áfram í þriðja sæti

Aabenraa, lið Margrétar Jóhannsdóttur í Kredsseríunni í Danmörku, keppti gegn Kolding BK3 um helgina og vann örugglega 9-4.

Margrét lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt í þessum leik. Tvenndarleikinn lék hún með Frederik Thomsen gegn Karsten Schultz og Helle Friberg. Margrét og Thomen töpuðu 22-24 og 15-21. Tvíliðaleikinn lék hún með Amalie A. Frihagen en þær unnu Louise Jensen og Helle Friberg 21-16 og 21-16. Liðsmenn Aabenraa unnu einnig báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleiki karla, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta og þriðja tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Aabenraa og Kolding BK3.

Eftir þessa fjórðu umferð er Aabenraa áfram í þriðja sæti riðilsins í Kredsseríunni en liðið spilar í öðrum riðli vesturdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsta viðureign Aabenraa er laugardaginn 15. nóvember gegn Grindsted BK.

Skrifað 29. oktober, 2014
mg