Br°ndby Strand fˇr upp um eitt sŠti eftir sigur ß SkŠlsk°r

Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, unnu leik sinn gegn Skælskør um helgina 8-5.

Magnús lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Victor Zuhr og tapaði 12-21 og 20-22. Tvíliðaleikinn lék hann með Frank Johannsen og þeir unnu Emil Christophersen og Jakob Stage 21-18 og 21-16.

Liðsmenn Brøndby Strand unnu einnig annan tvenndarleik, annan, þriðja og fjórða einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna auk þess að vinna fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og Skælskør.

Eftir þessa fjórðu umferð fer Brøndby Strand upp um eitt sæti og er nú í öðru sæti riðilsins í Danmerkurseríunni en liðið spilar í öðrum riðli austurdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum í austri og fjórum í vestri. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsta viðureign Brøndby Strand er laugardaginn 15. nóvember gegn Amager ABC.

Skrifa­ 29. oktober, 2014
mg