Taastrup Elite Ý ne­sta sŠti ri­ilsins eftir tap fyrir Holte

Taastrup Elite, lið Drífu Harðardóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Holte á laugardaginn og tapaði 5-8.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Thomas Laybourn gegn Dan Skov og Stine Kildegaard Hansen. Drífa og Laybourn unnu auðveldlega 21-8 og 21-7. Tvíliðaleikinn lék hún með Katrine M. Hansen og þær unnu Stine Kildegaard Hansen og Nicola Kragh Riis 21-9 og 21-14. Liðsmenn Taastrup Elite unnu einnig þriðja og fjórða einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Holte.

Eftir þessa fjórðu umferð er Taastrup Elite í áttunda og neðsta sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur Taastrup Elite er laugardaginn 15. nóvember gegn Greve 2.

Skrifa­ 28. oktober, 2014
mg