ÍSÍ úthlutar styrkjum til afreksstarfs

Í dag úthlutaði Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stykjum úr Afrekssjóði, Sjóði Ólympíufjölskyldu og úr Sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2008.

Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals um 60 milljónum króna en úthlutað er kr. 42 m.kr. úr Afrekssjóði og 10.050 þús. úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna. Úr sjóði Ólympíufjölskyldu ÍSÍ er að þessu sinni úthlutað kr. 7.840 þús. Þá eru 4 íþróttamenn á Peking 2008 styrk frá Ólympíusamhjálpinni, þ.e. 1.000 $ á mánuði, sem reiknast ca. kr. 508.000 á árinu 2008 eða alls rúmlega 2 m.kr. Auk þess er A-landslið karla í handknattleik á styrk frá Ólympíusamhjálpinni fram að næstu Ólympíuleikum.

Hægt er að skoða fréttatilkynningu ÍSÍ með upplýsingum um styrkveitingar hvers sérsambands fyrir sig með því að smella hér.

Skrifað 11. janúar, 2008
ALS