U17 landsli­i­ vali­

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær um val sitt á leikmönnum í U17 landslið Íslands sem keppir á Evrópumót U17 landsliða. Eftirtaldir voru valdir í liðið

Strákar
Aron Ármann Jónsson, TBR
Egill Guðlaugsson, ÍA
Jónas Baldursson, TBR
Kári Gunnarsson, KBK/TBR

Stelpur
Elín Þóra Elíasdóttir, TBR
Jóhanna Jóhannsdóttir, TBR
Rakel Jóhannesdóttir, TBR
Sunna Ösp Runólfsdóttir, TBR

Mjög erfitt var fyrir Árna Þór að velja liðið því margir mjög góðir leikmenn komu til greina og var hörð barátta um sætin sem í boði voru. Margir telja að mörg ár séu síðan svona mikill fjöldi af góðum leikmönnum hafi verið í þessum flokki.

Evrópumótið fer fram í Istanbul í Tyrklandi 24.-28.október næstkomandi. Búið er að draga í mótið og skiptast þátttökuþjóðirnar 28 í 8 riðla. Íslenska liðið er í riðli með Austurríki, Slóveníu og Sviss. Mjög erfitt er að spá fyrir um hvernig íslenska liðinu muni ganga að etja kappi við þessar þrjár þjóðir því aldrei áður hefur U17 lið frá Íslandi tekið þátt í þessu móti. Badmintonsambandið er þó mjög bjartsýnt á að hópurinn sem valinn verður standi sig vel enda náði þessi aldursflokkur mjög góðum árangri á alþjóðlegu móti í Gautaborg í vor.

Niðurröðun mótsins má nálgast með því að smella hér. Einnig eru nánari upplýsingar um mótið á heimasíðu Badmintonsambands Tyrklands sem er framkvæmdaraðili fyrir hönd Evrópusambandsins, smellið hér til að skoða síðuna.

Skrifa­ 2. oktober, 2007
ALS