┌rslit TBR Opi­

Fjórða mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson TBR kom frá Danmörku til að taka þátt í mótinu. Hann kom, sá og sigraði því hann sigraði báðar greinarnar sem hann tók þátt í. Einliðaleik karla vann hann eftir úrslitaleik við Atla Jóhannesson TBR og vann 21-18 og 21-16. Tvíliðaleikinn lék hann með Atla og þeir sigruðu í úrslitum Egil Guðlaugsson ÍA og Pálma Guðfinnsson TBR 21-14 og 21-8. Einliðaleik kvenna vann Sara Högnadóttir TBR en hún vann í úrslitum Margréti Finnbogadóttur TBR 21-10 og 21-8. Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Jóhönnu Jóhannsdóttur og Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-9 og 21-15. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Egil Guðlaugsson og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR 21-19 og 21-17.

Í A-flokki sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Hauk Gylfa Gíslason Samherjum 21-15 og 21-12. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Hún vann Línu Dóru Hannesdóttur 21-9 og 21-16. Tvíliðaleik karla unnu Egill Sigurðsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri en þeir unnu í úrslitum Davíð Phuong og Vigni Haraldsson TBR 21-14 og 21-13. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni.

Atli Tómasson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann í úrslitum Mahn Duc Phan TBR eftir oddalotu 17-21, 21-12 og 21-8. Þórunn Eylands TBR vann Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH í úrslitaleik í einliðaleik kvenna 23-21 og 21-14. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Kolbeinn Brynjarsson TBR. Þeir sigurðu í úrslitum Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Mahn Duc Phan TBR eftir oddalotu 18-21, 21-14 og 21-14. Tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleikinn unnu Egill Þór Magnússon og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þau unnu í úrslitum Elvar Má Sturlaugsson og Dalrósu Söru Jóhannsdóttur ÍA eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 21-17.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á TBR Opið.

 

Skrifa­ 21. oktober, 2014
mg