Landsli­shˇpurinn fyrir forkeppni EM tilkynntur

Frímann Ari Ferdinandsson landsliðsþjálfari í badminton hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í forkeppni Evrópukeppni landsliða sem fer fram á Íslandi dagana 7. - 9. nóvember næstkomandi.

Fyrir Íslands hönd keppa:

Atli Jóhannesson TBR
Egill G. Guðlaugsson ÍA
Daníel Thomsen TBR
Kári Gunnarsson TBR
Kristófer Darri Finnsson TBR
Róbert Þór Henn TBR
Elín Þóra Elíasdóttir TBR
Margrét Jóhannsdóttir TBR
Rakel Jóhannesdóttir TBR
Sara Högnadóttir TBR
Sigríður Árnadóttir TBR
Snjólaug Jóhannsdóttir TBR

Ísland dróst í riðil með Spáni, Króatíu og Tyrklandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Króatíu föstudaginn 7. nóvember klukkan 19.

Skrifa­ 20. oktober, 2014
mg