Leitin ađ besta sirkushögginu

Badminton Europe hefur komið á fót "BEC Trick Shot Challenge" eða áskorun um falleg badminton högg, svokölluð blöff högg eða sirkus högg. Badmintonspilarar um allan heim eru beðnir um að taka upp myndband af bestu sirkus höggunum sínum og senda inn á netið.

Badminton Europe setur bestu myndböndin inn á YouTube rásina sína og krýnir sigurvegara. Hlekk á myndböndin skal senda til netfangsins manuel.roesler@badmintoneurope.com í gegnum Dropbox eða wetransfer. Síðasti skilafrestur er 5. desember. Textinn við myndbönd fyrir Facebook eða Twitter skal vera Are you ready for the challenge? #trickshot.

Smellið hér til að sjá myndband um málið.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar.

 

Skrifađ 9. oktober, 2014
mg