Badminton verđur keppnisgrein á Ólympíumóti fatlađra áriđ 2020

Para-badminton, badminton fyrir fatlaða, hefur verið samþykkt inn á Ólympíumót fatlaðra árið 2020. Þetta var ákveðið á fundi alþjóða ólympíunefndar fatlaðra í Berlín um daginn.

Badminton er ein 16 íþrótta sem hafa verið samþykktar inn á leikana í Tokyo árið 2020 en auk badminton verður keppt í fimleikum, bogfimi, boccia, reiðmennsku, róðri, skotfimi, sitjandi blaki, sundi, borðtennis og fleiru.

Parabadminton er vaxandi í heiminum og það hefur verið eitt af baráttumálum Poul-Erik Høyer forseta alþjóðabadmintonsambandsins að koma parabadminton á Ólympíumót fatlaðra.

Að hámarki verður keppt í 23 greinum í Tokyo 2020 en það á eftir að koma í ljós hvort hámarksfjöldi greina verður uppfylltur.

Skrifađ 9. oktober, 2014
mg