Úrslit Unglingamóts TB-KA

Unglingamót TB-KA var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U11 vann Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH í flokki snáða og María Rún Ellertsdóttir ÍA í flokki snóta. Keppt var í tvíliðaleik óháð kyni en þar unnu Heiðmar Örn Sigmarsson og Sindri Sigurðarson Samherjum.

Í flokki U13 vann Baldur Einarsson TBR Gústav Nilsson TBR í úrslitum eftir oddalotu 18-21, 21-19 og 21-16 í einliðaleik hnokka. Sara Júlíusdóttir TBR vann Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 21-12 og 21-16 í einliðaleik táta. Baldur Einarsson og Guðmundur Hermann Lárusson TBR unnu tvíliðaleik hnokka er þeir unnu í úrslitaleik Bjartmar Ara Aðalsteinsson og Hörð Inga Kristjánsson TBS eftir oddalotu 24-22, 14-21 og 21-10. Tvíliðaleik táta unnu Anna Alexandra Petersen og Sara Júlíusdóttir TBR sem unnu í úrslitum Júlíu Birnu Ingvarsdóttur og Oddnýju Höllu Haraldsdóttur TBS 21-17 og 21-8. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Baldur Einarsson og Sara Júlíusdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Steinþór Emil Svavarsson og Katrínu Völu Einarsdóttur BH eftir oddalotu 21-14, 17-21 og 21-11. Baldur og Sara unnu því bæði þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR. Hann vann í úrslitum í einliðaleik Þórð Skúlason BH 21-14 og 21-15. Andrea Nilsdóttir TBR vann einliðaleik meyja en hún sigraði í úrslitum Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 21-19. Tvíliðaleik sveina unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA sem sigruðu í úrslitum Andra Broddason og Daníel Ísak Steinarsson TBR eftir oddalotu 21-19, 19-21 og 21-16. Tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR sem unnu í úrslitum Höllu Maríu Gústafsdóttur og Unu Hrund Örvar BH 21-11 og 21-15. Tvenndarleik í flokki U15 unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR sem unnu í úrslitum Einar Sverrisson og Þórunni Eylands 21-16 og 21-19. Andrea Nilsdóttir vann þrefalt á mótinu.

Í flokki U17 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA Hauk Gylfa Gíslason Samherjum í úrslitum 21-16 og 21-16 í einliðaleik drengja. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA í úrslitum 21-9 og 21-16 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA en þeir unnu í úrslitum Elvar Má Sturlaugsson ÍA og Hauk Gylfa Gíslason Samherjum 22-20 og 21-12. Tvíliðaleik telpna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR en þær unnu í úrslitum Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-13 og 21-18. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Mahn Duc Phan TBR og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS 21-17 og 21-9. Margrét Dís Stefánsdóttir vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U19 vann Pálmi Guðfinnsson TBR í úrslitum Kristófer Darra Finnsson TBR eftir oddalotu 21-17, 11-21 og 21-16 í einliðaleik pilta. Einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en hún vann í úrslitum Línu Dóru Hannesdóttur 21-5 og 21-13. Tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu Alexander Huang og Pálma Guðfinnsson í úrslitum 21-14 og 21-18. Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR unnu í tvíliðaleik stúlkna Elínu Ósk Traustadóttur BH og Línu Dóru Hannesdóttur TBR 21-4 og 21-13. Tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR sem unnu Pálma Guðfinnsson og Línu Dóru Hannedóttur TBR í úrslitum 21-17 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti TB-KA.

Skrifađ 6. oktober, 2014
mg