Íslendingaslagur í dönsku annarri deildinni

Taastrup Elite, lið Drífu Harðardóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Værløse 3 í gær og töpuðu 2-11. Tinna Helgadóttir keppti með liði Værløse 3 og því má segja að þarna hafi verið Íslendingaslagur í gangi.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Thomas Laybourn gegn Kasper Paulsen og Tinnu Helgadóttur. Paulsen og Tinna unnu 21-14 og 21-19. Tvíliðaleikinn lék Drífa með Katrine M. Hansen en þær töpuðu fyrir Tinnu og Julie Messerschmidt eftir oddalotu 21-11, 23-25 og 16-21. Liðsmenn Taastrup Elite unnu fyrsta tvíliðaleik karla og annan einliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Værløse 3.

Eftir þessa þriðju umferð er Taastrup Elite í sjöunda sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur Taastrup Elite er laugardaginn 25. október gegn Holte.

Skrifađ 6. oktober, 2014
mg