Unglingamót TB-KA er um helgina

Annað mót Dominos unglingamótaraðar BSÍ, Unglingamót Tennis- og badmintondeildar KA, er um helgina.

Alls taka 123 keppendur frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, Samherja, TB-KA, TBR, og TBS þátt í mótinu.
Keppt er í flokkum U11, U13, U15, U17 og U19 í öllum greinum.

Mótið hefst klukkan 10 á morgun, laugardag, og fer fram í KA heimilinu á Akureyri.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 3. oktober, 2014
mg