Úrslit Atlamóts ÍA

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var um helgina.

Í meistaraflokki vann Egill G. Guðlaugsson ÍA í einliðaleik karla en hann sigraði Atla Jóhannesson TBR 21-16 og 21-18.

Í einliðaleik kvenna vann Sara Högnadóttir TBR en hún vann í úrslitum Margréti Finnbogadóttur TBR 21-11 og 21-4.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR eftir sigur á Birki Steini Erlingssyni og Róberi Þór Henn TBR í úrslitum 15-21, 21-11 og 21-15.

Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Margréti Finnbogadóttur og Söru Högnadóttur TBR 21-12 og 21-14.

Í tvenndarleik sigurðu Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR er þau unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR eftir æsispennandi oddalotu 22-24, 21-11 og 23-21.

Í A-flokki sigraði Þorkell Ingi Eriksson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Róbert Inga Huldarsson BH 21-18 og 21-17.

Ekki var keppt í einliðaleik né í tvíliðaleik kvenna í A-flokki.

Í tvíliðaleik karla unnu bræðurnir Ármann Steinar Gunnarsson BH og Helgi Grétar Gunnarsson ÍA eftir úrslitaleik gegn Snorra Tómassyni og Þorkeli Inga Erikssyni TBR 21-13 og 21-15.

Í tvenndarleik sigruðu Helgi Grétar Gunnarsson og Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA. Þau unnu í úrslitum Daníel Þór Heimisson og Karitas Evu Jónsdóttur ÍA 21-17 og 21-18.

Sigurður Eðvarð Ólafsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Hann vann Arnór Tuma Finnsson UMFS í úrslitum 21-15 og 21-19.

Í einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR en hún vann Elínu Ósk Traustadóttur BH í úrslitum 21-11 og 21-19.

Tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR. Þeir unnu í úrslitum Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Sveinbjörn Pétur Guðmundsson Aftureldingu eftir oddalotu 21-12, 13-21 og 21-19.

Tvíliðaleik kvenna unnu Skagastelpurnar Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir. Þær sigruðu Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH í úrslitum eftir æsispennandi oddalotu 18-21, 21-18 og 28-26.

Í tvenndarleik unnu Arnór Tumi Finnsson UMFS og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA sem sigruðu Daníel Ísak Steinarsson og Andeu Nilsdóttur TBR eftir oddalotu 23-21, 19-21 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.

Skrifað 29. september, 2014
mg