Jafnrétti kynjannna

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) tilkynnti á heimasíðu sinni í vikunni að frá og með árinu 2008 yrðu öll Super Series mót í badminton með jöfnu verðlaunafé fyrir karla og konur. Reyndar mun einnig ríkja jafnræði í verðlaunafé á Grand Prix mótum og öðrum opnum alþjóðlegum mótum.

Í tilkynningunni kemur fram að þessi breyting sé ekkert annað en eðlileg enda séu leikirnir nú jafn langir þ.e. bæði kyn leika best af þremur lotum uppí 21. Smellið hér til að skoða tilkynningu BWF.

Alþjóðlega mót Badmintonsambands Íslands, Iceland Express International, hóf að veita verðlaunafé fyrir þremur árum síðan. Bæði kynin hafa fengið jöfn verðlaun frá upphafi.

Skrifað 11. janúar, 2008
ALS