KBK tapa­i naumlega Ý annarri umfer­ deildarinnar

KBK Kbh., liða Kára Gunnarssonar í dönsku þriðju deildinni, tapaði leik sínum gegn Gentofte 3 í annarri umferð í deildinni í gærkvöldi.

Kári lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Ditlev Jæger Holm og tapaði 10-21 og 16-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Bastian Jørgensen og þeir töpuðu fyrir Ditlev Jæger Holm og Rasmus Kjær Pedersen eftir oddalotu 17-21 og 15-21. Liðsmenn KBK Kbh. unnu annan tvennarleik, báða einliðaleiki kvenna, annan og fjórða einliðaleiki karla, og fyrsta tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Gentofte 3.

Eftir þessa aðra umferð er KBK Kbh. í þriðja sæti riðilsins í þriðju deild en í þriðju deild er spilað í fjórum riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í þriðju deild.

Næsta viðureign KBK Kbh. er laugardaginn 4. október gegn Lyngby.

Skrifa­ 22. september, 2014
mg