Aabenraa tapađi naumlega 6-7 fyrir Broager Blans Sundeved

Aabenraa, lið Margrétar Jóhannsdóttur í Kredsseríunni í Danmörku, keppti gegn Broager Blans Sundeved í gær. Aabenraa tapaði naumlega 6-7.

Margrét lék fyrsta einliðaleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hún gegn Mia Andersen og hreinlega burstaði hana 21-6 og 21-1. Tvíliðaleikinn lék hún með Amalie A. Frihagen og þær unnu Rikke Frederiksen og Natascha Fedders eftir oddalotu 21-7, 9-21 og 21-10. Liðsmenn Aabenraa unnu einnig annan einliðaleik kvenna, fyrsta einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Aabenraa og Broager Blans Sundeved.

Eftir þessa aðra umferð er Aabenraa í þriðja sæti riðilsins í Kredsseríunni en liðið spilar í öðrum riðli vesturdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsta viðureign Aabenraa er laugardaginn 11. október gegn Hederslev 2.

Skrifađ 22. september, 2014
mg