Reykjavíkurmót unglinga er á laugardaginn

Á laugardaginn er fyrsta unglingamót vetrarins innan Dominos unglingamótaraðar Badmintonsambandsins, Reykjavíkurmót unglinga.

Mótið verður í TBR við Gnoðarvog og hefst klukkan 10. Keppendur eru 92 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, Samherjum, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór.

Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki um klukkan 19:30 en þá verður búið að krýna Reykjavíkurmeistara unglinga árið 2014.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 18. september, 2014
mg