Afreksfundur Badmintonsambandsins er á morgun

Á morgun, föstudag, stendur Badmintonsambandið fyrir opnum afreksfundi fyrir iðkendur og foreldra. Á fundinum verður fjallað vítt og breitt um afreksmál einstaklinga í badminton.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

1) Fundurinn settur
2) Skipulag vetrarins 2014 - 2015
3) Örvar Ólafsson hjá Afrekssviði ÍSÍ fer yfir Evrópuleikana í Baku 2015
4) Ragna Ingólfsdóttir fer yfir feril sinn og hvað þarf til að verða afreksmaður í badminton
5) Afreksstefna BSÍ
6) Einstaklingsafrekssjóður BSÍ
7) Nýir landsliðsbúningar kynntir

Fundurinn verður í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og er öllum opinn.

Hægt er að fylgjast með fundinum í gegnum netið með því að smella hér klukkan 16. 

Skrifađ 18. september, 2014
mg