Haustmót KR er á sunnudaginn

Haustmót KR, sem er tvíliða- og tvenndarleiksmót, er á sunnudaginn í KR heimilinu við Frostaskjól. 

Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Keppendur eru 53 talsins frá sex félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR og Samherjum.

Leikið verður í meistaraflokki, A- og B-flokki en leikirnir verða 34 talsins.

Mótið hefst klukkan 10:00 og búast má við að því ljúki um klukkan 16:00.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Haustmóti KR.

Skrifađ 11. september, 2014
mg