Liđ Tinnu í fyrsta sćti fyrstu deildarinnar eftir fyrstu umferđ dönsku fyrstu deildarinnar

Fyrsti leikur Værløse 2, liðs Tinnu Helgadóttur í dönsku fyrstu deildinni, var í gærkvöldi gegn Odense OBK 2. Værløse 2 vann örugglega 11-2.

Tinna lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Kasper Paulsen gegn Mikel Normann og Nettie Skaarenborg. Tinna og Paulsen unnu eftir oddalotu 21-16, 19-21 og 21-14. Tvíliðaleikinn lék hún með Thilde Nørgaard Iversen og þær unnu Jenny Nystorm og Mia Sejr Nielsen 21-13 og 21-9. Liðsmenn Værløse 2 unnu einnig fyrsta tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta og annan einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og alla þrjá tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Værløse 2 og Odense OBK 2.

Eftir þessa fyrstu umferð er Værløse 2 í fyrsta sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í fyrstu deild.

Næsta viðureign Værløse 2 er þriðjudaginn 23. september gegn KMB2010.

 

Skrifađ 10. september, 2014
mg