Ragnar Har­arson spilar Ý Danm÷rku Ý vetur

Ragnar Harðarsson keppir í vetur með Taastrup Elite 2 sem keppir í Sjálandsseríunni í Danmörku. Fyrsta viðureign liðsins var um helgina gegn Badminton Roskilde 2. Taastrup Elite 2 vann örugglega 11-2.

Ragnar lék tvær viðureignir fyrir lið sitt, þriðja einliðaleik og þriðja tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn lék hann gegn Kenneth Larsen og vann eftir oddalotu 19-21, 21-15 og 21-17. Tvíliðaleikinn lék hann með Carsten Blomquist gegn Kristian Høholdt Kræmer og Otto Holm- Østergaard. Ragnar og Blomquist unnu 21-16 og 21-19. Liðsmenn Taastrup Elite 2 unnu einnig báða tvenndarleikina, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta og annan einliðaleik karla, fyrsta tvíliðaleik kvenna og fyrsta og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Taastrup Elite 2 og Badminton Roskilde 2.

Eftir þessa fyrstu umferð er Taastrup Elite 2 í fyrsta sæti riðilsins en Sjálandsserían er spiluð í tveimur riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur Taastrup Elite 2 er miðvikudaginn 1. október gegn Gribskov Badminton.

Skrifa­ 8. september, 2014
mg