Taastrup Elite tapađi naumlega fyrir Drive Kbh.

Drífa Harðardóttir keppir í vetur með danska annarrar deildar liðinu Taastrup Elite. Fyrsti leikur þeirra á tímabilinu var um helgina gegn Drive Kbh. Taastrup Elite tapaði naumlega 6-7.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Thomas Laybourn en þau unnu Mikkel Møller Rasmussen og Katrine Kristensen 21-15 og 21-16. Tvíliðaleikinn lék hún með Mette Ring en þær töpuðu fyrir Julie Kjeldstrøm og Camilla Gemmer eftir oddalotu 16-21, 21-19 og 17-21. Liðsmenn Taastrup unnu auk leiks Drífu fyrsta einliðaleik kvenna, fyrsta, annan og þriðja einliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Drive Kbh.

Eftir þessa fyrstu umferð er Taastrup Elite í fimmta sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur Taastrup Elite er laugardaginn 20. september gegn Holbæk.

Skrifađ 8. september, 2014
mg