Liđ Margrétar Jóhanns. burstađi andstćđinga sína í fyrsta leik vetrarins

Margrét Jóhannsdóttir æfir og keppir í Danmörku þetta tímabil. Margrét æfir með Odense OBK en keppir með Aabenraa.

Fyrsti leikur Aabenraa í vetur fór fram á laugardaginn gegn Sejs-Svejbæk. Aabenraa vann örugglega 11-2. Liðið spilar í Jótlandsseríunni, Kredsseríunni.

Margrét lék fyrsta einliðaleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hún gegn Trine Jensen og vann örugglega 21-10 og 21-13. Tvíliðaleikinn lék hún með Amalie A. Frihagen og þær unnu Trine Jensen og Maja Smed Karsen 21-12 og 21-6. Liðsmenn Aabenraa unnu einnig annan einliðaleik kvenna, alla fjóra einliðaleiki karla, annan tvíliðaleik kvenna, fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla og annan tvenndarleikinn.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Aabenraa og Sejs-Svejbæk.

Eftir þessa fyrstu umferð er Aabenraa í þriðja sæti riðilsins í Kredsseríunni en liðið spilar í öðrum riðli vesturdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsta viðureign Aabenraa er laugardaginn 20. september gegn Broager Blans Sundeved.

Skrifađ 8. september, 2014
mg