Atli og Sigríđur sigruđu Einliđaleiksmót TBR

Fyrsta mót Dominos mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var á föstudagskvöldið. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik.

Sextán keppendur voru í karlaflokki og bar Atli Jóhannesson TBR sigur úr bítum eftir að hafa unnið alla keppinauta sína fram að útslitaleik í tveimur lotum. Hann mætti Jónasi Baldurssyni TBR í úrslitum en því miður meiddist Jónas í fyrstu lotu í úrslitaleiknum og þurfti því að gefa leikinn. Þessir tveir voru einnig í úrslitum á sama móti í fyrra. Athygli vakti árangur ungu leikmannanna í meistaraflokki en Pálmi Guðfinnsson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristtófer Darri Finnsson TBR töpuðu allir í oddalotu fyrir Jónasi.

 

Einliðaleiksmót TBR - Atli Jóhannesson og Jónas Baldursson

 

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í einliðaleik karla.

Í einliðaleik kvenna voru tíu keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Sigríður Árnadóttir TBR en hún sigraði í úrslitaleik Þorbjörgu Kristinsdóttur TBR 21-13 og 23-21.

 

Einliðaleiksmót TBR 2014 - Sigríður Árnadóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir

 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna.

Næsta mót í mótaröðinni, Haustmót KR, er sunnudaginn 14. september en mótið er tvíliða- og tvenndarleiksmót.

Skrifađ 8. september, 2014
mg