TBR komiđ í átta liđa úrslit í Evrópukeppni félagsliđa

Seinni leikur TBR í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða fór fram í dag í Frakklandi. TBR vann flottan sigur á spænska liðið Recreativo les La Orden 5-2. TBR mætti sama liði í fyrra í Evrópukeppni félagsliða og tapaði þá 2-5.

Margrét Jóhannsdóttir spilaði fyrsta einliðaleik kvenna gegn Belen Rodriguez og vann 21-10 og 21-10.

Jónas Baldursson spilaði fyrsta einliðaleik karla gegn Pablo Abian og tapaði 4-21 og 5-21.

Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir unnu tvíliðaleik kvenna mjög örugglega 21-8 og 21-7 en þær mættu Belen Rodriguez og Cinta Esquivel.

Fyrri lotan í tvíiðaleik karla sem Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen spiluðu gegn Adrian Marquez og Eliezer Ojeda var mjög spennandi og jafnt á nánast öllum stigum til 29-29. Atli og Daníel unnu síðasta stigið og unnu lotuna. Seinni lotan var öllu auðveldari fyrir þá félaga sem luku henni með sigri 21-13.

Tvenndarleikinn léku Kristófer Darri Finnsson og Rakel Jóhannesdóttir. Þau mættu Pablo Abian og Haidee Ojeda og töpuðu 12-21 og 14-21.

Atli Jóhannesson spilaði annan tvíliðaleik karla gegn Eliezer Ojeda og vann eftir oddalotu 19-21, 21-14 og 21-12.

Sara Högnadóttir spilaði annan einliðaleik kvenna gegn Haidee Ojeda og vann einnig eftir oddalotu 21-16, 15-21 og 21-7.

Leiknum lauk því eins og áður sagði með sigri TBR 5-2.

Eftir að allir leikir í riðlinum hafa verið spilaðir endaði TBR í öðru sæti riðilsins en hollenska liðið Van Zundert VELO vann riðilinn með þrjú stig, einu meira en TBR sem endaði með tvö stig. Tvö lið fara upp úr riðlunum þremur og TBR er því komið í átta liða úrslit og mætir á morgun rússneska liðinu Primorye Vladivostok sem var fékk fyrstu röðun inn í keppnina. Leikurinn fer fram í fyrramálið klukkan 8:15 að íslenskum tíma.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni félagsliða.

Skrifađ 26. júní, 2014
mg