Verđur stigakerfi í badminton breytt?

Alþjóðlega badmintonsambandið (BWF) setti fram hugmynd á ársþingi sínu í maí síðastliðnum að kanna áhuga á að breyta stigakerfi í badminton. Með breytingunni yrði ekki spilaðar tvær til þrjár lotur upp í 21 heldur yrðu spilaðar þrjár til fimm lotur upp í 11. Til að vinna leik þarf leikmaður þá að vinna a.m.k. þrjár lotur.

„Tillagan um 5x11 var sett fram til að leikurinn verði meira spennandi og taki minni tíma" segir Poul-Erik Höyer forseti alþjóða badmintonsambandsins.

Nú hefur verið ákveðið að prófa þetta leikkerfi á nokkrum alþjóðlegum mótum frá ágúst til nóvember 2014. Í kjölfar þess verður málið tekur fyrir hjá stjórn BWF og tekin ákvörðun um hvort leggja eigi til að breyta stigakerfinu í badminton.

Hægt er að lesa meira um málið á síðu evrópska badmintonsambandsins með því að smella hér.

Skrifađ 27. júní, 2014
mg