Spennandi ţjálfararáđstefna í tengslum viđ HM

Alþjóðlega badmintonsambandið og danska badmintonsambandið standa fyrir þjálfararáðstefnu í tengslum við heimsmeistaramótið sem fer fram í Danmörku í ágúst. Ráðstefnan fer fram dagana 29. og 30. ágúst í Bröndby.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru framúrskarandi þjálfarar með mikla reynslu. Rætt verður um þjálfun frá faglegum grunni til æfinga á velli. Umræðuefni verður þjálfun einliðaleiks kvenna, þjálfun tvíliðaleiks karla, þróun afreka, nýjustu rannsóknir í badminton og fleira.

Verð á ráðstefnuna er 1500 danskar krónur og síðasti skráningardagur er 31. júlí. Ekki er innifalið í gjaldinu miðar á HM nú gisting og fæði.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar með því að smella hér.

Skrifađ 26. júní, 2014
mg