Riðill fimm í forkeppni Evrópumótsins verður spilaður á Íslandi

Nýtt fyrirkomulag verður á Evrópukeppni landsliða frá og með árinu í ár. Forkeppni verður haldin í sjö löndum, einn riðill í hverju landi fer fram helgina 7. - 9. nóvember næstkomandi. Eitt land fer upp úr hverjum riðli í aðalkeppnina sem fer fram í Belgíu 12. - 15. febrúar 2015. Tólf þjóðir keppa í aðalkeppninni, þessar sjö sem fara upp úr riðlunum og fimm þjóðir að auki, sem fara beint í aðalkeppnina en það eru Belgía, Þýskaland, Danmörk, England og Rússland.

Badmintonsamband Ísland hefur ákveðið að halda forkeppnina fyrir riðil fimm á Íslandi og því munu setja kappi hérlendis í nóvember Spánn, Tyrkland, Króatía og Ísland. Hinir sex riðlarnir verða spilaðir í Slóveníu, Tékklandi, Frakklandi, Eistlandi, Írlandi og Póllandi.

Íslenskir badmintonunnendur geta því mætt í TBR húsið í nóvember og fylgst með einu besta badmintonfólki í Evrópu etja kappi.

Skrifað 26. júní, 2014
mg