7-0 tap hjá TBR í fyrsta leik í Evrópukeppni félagsliđa

Fyrsti leikur TBR í Evrópukeppni félagsliða fór fram í dag í Amiens í Frakklandi. TBR mætti þá Van Zundert VELO frá Hollandi.

Fyrsta viðureign liðanna var tvenndarleikur sem Daníel Thomsen og Sigríður Árnadóttir spiluðu gegn Jim Middelburg og Myke Halkema. Daníel og Sigríður töpuðu 12-21 og 14-21.

Önnur viðureignin var einliðaleikur karla sem Jónas Baldursson spilaði fyrir lið sitt fyrsta einliðaleik karla gegn Rikkert Suijkerland. Jónas tapaði 10-21 og 15-21.

Margrét Jóhannsdóttir spilaði fyrsta einliðaleik kvenna gegn Ya-Lan Chang og tapaði 11-21 og 17-21.

Tvíliðaleik karla spiluðu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen gegn Russel Muns og Jim Middelburg sem unnu 21-15 og 21-18.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir gegn Lisa Malaihollo og Myke Malkema. Margrét og Rakel töpuðu 16-21 og 16-21.

Kristófer Darri Finnsson lék annan einliðaleik karla gegn Russel Muns og tapaði 11-21 og 9-21.

Sara Högnadóttir lék annan einliðaleik kvenna og tapaði 19-21 og 10-21.

Með því lauk leiknum með tapi TBR 0-7. Annan leikinn sem TBR átti að leika í riðlinum fékk liðið gefinn en það er Egospor frá Tyrklandi sem dró sig úr keppni.

TBR spilar næst á fimmtudaginn gegn Recreativo les La Orden frá Spáni. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit annars riðils.

Hægt er að fylgjast með leikjum beint frá Evrópukeppni félagsliða með því að smella hér.

Skrifađ 24. júní, 2014
mg