Hópurinn til Færeyja valinn

Frímann Ari Ferdinandsson formaður Afreks- og landsliðsnefndar Badmintonsambandsins hefur valið hópinn sem fer í æfingabúðir til Færeyja í ágúst. Æfingabúðirnar fara fram í Þórshöfn dagana 10. - 16. ágúst og munu þátttakendur koma frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Æfingabúðirnar eru fyrir aldurshópana U13 til U17. Þessar æfingabúðir, sem nefnast North Atlantic Camp, eru nú haldnar í sjötta sinn.

Íslenska hópinn skipa Katrín Eva Einarsdóttir ÍA, Gústav Nilsson TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axelsson ÍA, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Margrét Nilsdóttir TBR, Atli Tómasson TBR og Elvar Már Sturlaugsson ÍA.

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað.  Tveir þjálfarar fara á námskeiðið frá Íslandi, Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson. Þau verða jafnframt fararstjórar íslenska hópsins.

Skrifað 30. maí, 2014
mg