Afreksfundur í júní

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir afreksfundi í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 18. júní. Fundurinn er öllum opinn og keppendur eru hvattir til að mæta og foreldrar einnig.

Farið verður yfir hvaða mót erlendis eru keppendum aðgengileg og hvaða kröfur eru gerðar til að keppendur öðlist þátttökurétt. Sem dæmi um mót má nefna Ólympíuleikar, Heimsmeistaramót, Evrópukeppni og fleira.

Dagsetning: 18. júní

Tímasetning: 17:00 - 18:00

Staðsetning: E-salur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal

Skrifað 21. maí, 2014
mg