Dregi­ Ý forkeppni Evrˇpukeppni landsli­a

Forkeppni Evrópukeppni landsliða fer fram helgina 7. - 9. nóvember næstkomandi. Dregið var í forkeppnina í dag. Fimm lönd fara beint í aðalkeppnina sem fer fram í Belgíu í febrúar, Belgía, Þýskaland, Danmörk, Rússland og England.

Dregið var í sjö riðla þar sem ein þjóð fær röðun í hverjum riðli. Ísland dróst í riðil fimm með Spáni, Tyrklandi og Króatíu. Þessi riðill er okkur hagstæður en við höfum unnið Króatíu í þeim tveimur leikjum sem við höfum mætt þeim í, árið 2007 og 2010, og Tyrkland unnum við árin 2007 og 2008, í þeim leikjum sem við höfum mætt þeim í. Við höfum keppt sjö sinnum við Spán, unnið fjórum sinnum og tapað þrisvar - í síðustu þrjú skipti sem við kepptum við Spán, árin 2008, 2010 og 2014 en seinni árin tvö töpuðum við mjög tæpt, 2 - 3. Það er því góður möguleiki fyrir Ísland að komat upp úr riðlunum í lokakeppnina.

Önnur lönd sem fá röðun auk Spánar eru Holland, Skotland, Frakkland, Svíþjóð, Írland og Pólland. Smellið hér til að sjá niðurröðun í forkeppni Evrópukeppni landsliða.

Á næstu vikum verður ljóst hvar keppnisstaðir verða en hver riðill fyrir sig er spilaður í einhverju þeirra landa sem eru í viðkomandi riðli.

Skrifa­ 13. maÝ, 2014
mg