Tinna hefur lokið keppni í Slóveníu

Tinna Helgadóttir og Camilla Sorensen frá Danmörku kepptu í annarri umferð á Alþjóðlega slóvenska mótinu í kvöld.

Þær mættu parinu sem fékk fyrstu röðun í tvíiðaleik kvenna, Gabriela Stoeva og Stefani Stoeva frá Búlgaríu. Tinna og Sorensen töpuðu eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 12-21 og hafa því lokið keppni í mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega slóvenska mótinu.

Skrifað 9. maí, 2014
mg