Deildakeppni BSÍ er skammt undan

Íslandsmeistaramót liða í badminton eða Deildakeppni BSÍ er skammt undan. Keppnin fer fram í TBR húsunum 1.-3.febrúar næstkomandi. Keppt verður eins og undanfarin ár í Meistara, A og B deild.

Breytingar hafa verið gerðar á reglum í Meistaradeildinni á þann hátt að nú eru jafn margir einliða og tvíliðaleikir karla og kvenna en áður voru fleiri karla leikir í hverri viðureign tveggja liða.

Deildakeppni BSÍ er hápunktur tímabilsins hjá mörgum félögum og hópum sem spila badminton og mikið tilhlökkunarefni. Þetta er eina mót vetrarins þar sem leikmenn keppa í lið og því skapast allt önnur stemning heldur en á almennum badmintonmótum. Í fyrra tóku fjögur lið þátt í Meistaradeildinni en það var TBR-B sem sigraði keppnina og urðu því Íslandsmeistarar liða í badminton. Í A-deildinni kepptu sex lið um Íslandsmeistarabikarinn og þar stóð lið Badmintonfélags Hafnarfjarðar uppi sem sigurvegari. Lið Ungmennafélagsins Aftureldingar sigraði B-deildina eftir æsispennandi keppni við lið TBR Púka. B-deildin var fjölmennust í fyrra eins og undanfarin ár en þar kepptu níu lið um Íslandsmeistaratitilinn.

Þátttökutilkynningar í Deildakeppnina 2008 ásamt lista yfir þáttakendur og varamenn í styrkleikaröð þurfa að berast til BSÍ eigi síðar en fyrir hádegi föstudaginn 25.janúar á netfangið annalilja@badminton.is.

Smellið hér til að sjá mótaboð Badmintonsambands Íslands fyrir Deildakeppnina 2008 og hér til að skoða reglur Deildakeppninnar.

Skrifað 7. janúar, 2008
ALS