Tinna keppir á Aþjóðlega slóvenska mótinu

Tinna Helgadóttir tekur þátt í Alþjóðlega slóvenska mótinu sem nú fer fram. Hún keppir í tvíliðaleik ásamt Camilla Sorensen frá Danmörku. Þær mættu í fyrstu umferð Lucie Cerna og Katerina Tomalova frá Tékklandi í dag og unnu 21-12 og 22-20.

Í annarri umferð mæta þær Gabriela Stoeva og Stefani Stoeva frá Búlgaríu en þeim er raðað númer eitt inn í greinina.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega slóvenska mótinu.

Skrifað 9. maí, 2014
mg