Pedersen er tvöfaldur evrópumeistari

Úrslit evrópukeppni einstaklinga fóru fram í dag í Rússlandi. Evrópumeistari í einliðaleik karla er Jan Ö Jörgensen Frá Danmörku en hann vann Rajiv Ouseph frá Englandi 21-18 og 21-10.

Evrópumeistari í einliðaleik kvenna er Carolina Marin frá Spáni sem vann í úrslitum Anna Thea Madsen frá Danmörku eftir oddalotu 21-9, 14-21 og 21-18.

Heimamennirnir Vladimir Ivanov og Ivan Sozonov eru evrópumeistarar í tvíliðaleik karla eftir sigur á Dönunum Mads Conrad-Petersen og Mads Pieler Kolding 21-13 og 21-16.

Í tvíliðaleik kvenna mættust í úrslitum Christinna Pedersen og Kamilla Rytter Juhl frá Danmörku Line Damkjær Kruse og Marie Roepke einnig frá Danmörku. Evrópumeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Christinna Pedersen og Kamilla Rytter Juhl sem unnu 21-11 og 21-11.

Evrópumeistarar í tvenndarleik eru Joachim Fischer Nielsen og Christinna Pedersen frá Danmörku sem sigruðu landa sína, Mads Pieler Kolding og Kamilla Rytter Juhl, eftir spennandi oddalotu 22-24, 21-13 og 21-18.

Christinna Pedersen er því tvöfaldur evrópumeistari.

 

Skrifađ 27. apríl, 2014
mg