Evrópukeppni einstaklinga er í gangi í Rússlandi

Evrópukeppni einstaklinga er nú í gangi í Rússlandi. Spilað hefur verið fram í undanúrslit. Helstu tíðindi í einliðaleik karla er að Rússinn Vladimir Ivanov sló Marc Zwiebler frá Þýskalandi, sem var raðað númer tvö inn í greinina, út í annarri umferð. Þetta var fyrsti leikur Zwiebler sem sat hjá í fyrstu umferð. Í undanúrslitum mætast Jan Ö Jörgensen (1) frá Danmörku og Viktor Axelsen (4) frá Danmörku annars vegar og Rajiv Ouseph (5) frá Englandi og Vladimir Ivanov frá Rússlandi.

Í einliðaleik kvenna mætast annars vegar Carolina Marin (1) frá Spáni og Karin Schnaase frá Þýskalandi en hún sló Linda Zetchiri (4) frá Búlgaríu. Hins vegar mætast Anna Thea Madsen frá Danmörku en hún sló út Petya Nedelcheva (8) frá Búlgaríu og Ozge Bayrak frá Tyrklandi en hún sló út Kirsty Gilmour (2) frá Skotlandi. Það er því einungis einn keppendi sem var með röðun fyrir mótið sem er kominn í undanúrslit í einliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik karla mætast í undanúrslitum Mathias Boe og Carsten Mogensen (1) frá Danmörku og Vladimir Ivanov og Ivan Sozonov (3) annars vegar og hins vegar Mads Conrad-Petersen og Mads Pieler Kolding(4) og Chris Adcock og Andrew Ellis frá Englandi (2) hins vegar.

Í tvíliðaleik kvenna mætast í undanúrslitum annars vegar Christinna Pedersen og Kamilla Rytter Juhl (1) frá Danmörku og Imogen Bankier frá Skotlandi og Petya Nedelcheva frá Búlgaríu (4) og hins vegar Line Damkjær Kruse og Marie Roepke (3) frá Danmörku og Eefje Muskens og Selena Piel (2) frá Hollandi.

Í tvenndarleik mætast í undanúrslitum Joachim Fischer Nielsen og Christinna Pedersen (1) frá Danmörku og Jorrit De Ruiter og Samantha Barning frá Hollandi annars vegar og hins vegar Mads Pieler Kolding og Kamilla Rytter Juhl frá Danmörku og Anders Kristiansen og Julie Houmann frá Danmörku en þau slógu út Chris Adcock og Gabrielle Adcock sem var raðað númer tvö inn í greinina. Í undanúrslitum í tvenndarleik er því bara eitt par sem var raðað inn í greinina.

Hægt er að fylgjast með útsendingu á netinu frá Evrópukeppni einstaklinga með því að smella hér.

Skrifađ 25. apríl, 2014
mg