Unglingamót BH er um helgina

Unglingamót BH er um helgina. Mótið er liðakeppni unglinga og er árleg keppni hjá BH. Fyrirkomulag mótsins er eftirfarandi:

U13 A
Þrjú lið spila tvöfalda umferð þ.e. liðin mætast tvisvar og spila als fjóra leiki.
Ekki má stilla upp eins tvíliðaleikspörum í fyrri og seinni umferð.
Mæting í fyrsta leik á sunnudag kl.9:30 (ath eitt lið situr alltaf hjá).
Áætluð mótslok kl.18.

U13 B
Fjögur lið spila öll við alla
Mæting á laugardag kl.9:30
Áætluð mótslok kl.16:00

U15 A
Fjögur lið spila öll við alla
Mæting á laugardag kl.9:30
Áætluð mótslok kl.16:00

U17-U19 A
Fjögur lið spila öll við alla
Mæting á sunnudag kl.9:30
Áætluð mótslok kl.14:30

U17-U19 B
Tvö lið spila hreinan úrslitaleik
Mæting á sunnudag kl.14:00
Áætluð mótslok kl.16:00
Mótsgjald aðeins 5.000 kr á lið vegna fæðar

Fyrstu tvö liðin í hverjum flokki fá verðlaun auk þess sem veitt verða aukaverðlaun til þess liðs sem sýnir besta hvatningu í hverjum flokki.

Liðin þurfa að skipast á að útvega teljara.

Tímasetningar einstakra leikja og liðsmenn flestra liða eru komnir inn hér á tournamentsoftware:
http://tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=B315E2B5-A83E-4758-AFCD-BBD3737D5340

Skrifađ 25. apríl, 2014
mg