Täby 2 endaði í fjórða sæti

Täby 2, lið Einars Óskarssonar í norðurriðli fyrstu deildarinnar í Svíþjóð, mætti Skogås BK 2 í síðasta leik sínum á tímabilinu. Viðureignin endaði með jafntefli 4-4.

Einar spilaði þriðja einliðaleik karla og tvenndarleik fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hann með Ella Söderström gegn Tobias Kruseborn og Kolaco Kourouma. Einar og Söderström töpuðu 14-21 og 15-21. Einliðaleikinn lék Einar gegn Fredrik Flink og vann 21-18 og 21-10.

Täby 2 vann fyrsta einliðaleik karla og tvíliðaleik karla. Þá fékk Täby 2 gefinn tvíliðaleik kvenna. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Täby 2 og Skogås BK 2.

Eftir þessa síðustu umferð endaði Täby 2 í fjórða sæti norðurriðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í norðurriðlinum.

 

Skrifað 22. apríl, 2014
mg