Valiđ í Sumarskóla Badminton Europe

Valið hefur verið í hópinn sem fer fyrir Íslands hönd í Evrópusumarskólann, Badminton Europe Summer School. Skólinn fer fram í Vejen í Danmörku dagana 19. - 26. júlí næstkomandi. Þetta er í 33. skipti sem skólinn fer fram.

Hópinn skipa Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR.

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað á vegum BE. Einn þjálfari fer á námskeiðið frá Íslandi auk þess sem einn fararstjóri fer með.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe 2014.

Skrifađ 7. apríl, 2014
mg