Tinna er þrefaldur Íslandsmeistari

Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir TBR urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar í tvenndarleik í sjöunda sinn. Með því urðu þau sigursælasta parið í tvenndarleik á Íslandsmeistaramóti.

Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir Íslandsmeistarar í tvenndaarleik 2014 

Þau unnu Atla Jóhannesson og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR 21-17 og 21-15.

Með þessum titli tryggði Tinna sér þrefaldan Íslandsmeistaratitil en það gerði hún einnig árið 2009. Hún er ein átján einstaklinga sem hafa náð þessum árangri á tæplega 70 ára sögu Meistaramóts Íslands. Magnús Ingi náði þessum áfanga árið 2011.

Tinna Helgadóttir þrefaldur Íslandsmeistari 2014 

Skrifað 6. apríl, 2014
mg