Atli og Kári eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla

Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 2014.

Íslandsmeistarar í tvíiliðaleik karla 2014, Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson 

Með því vann Kári sinn annan Íslandsmeistaratitil í dag. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra í tvíliðaleik. Þeir unnu Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR 21-19 og 21-9.

Nú eru úrslit í tvenndarleik að hefjast en þar mæta systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn TBR Atla Jóhannessyni og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR. Með sigri getur Tinna orðið þrefaldur Íslandsmeistari.

Skrifað 6. apríl, 2014
mg