Erla Björg og Tinna eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna

Erla Björg Hafsteinsdóttir og Tinna Helgadóttir eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna 2014.

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna 2014, Erla Björg Hafsteinsdóttir og Tinna Helgadóttir 

Þær unnu Íslandsmeistarana frá því í fyrra, Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur, 21-11 og 21-14.

Erla og Tinna urðu síðast Íslandsmeistarar í tvíliðaleik árið 2009.

Nú eru í gangi úrslit í tvíliðaleik karla en þar mætast Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR og Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR.

Skrifað 6. apríl, 2014
mg